Innlent

Skora á stjórnvöld og olíufélög að lækka verð á eldsneyti

MYND/Vilhelm

Bifreiðastjórafélagið Frami skorar á stjórnvöld og forsvarsmenn olíufélaganna að lækka þegar verð á eldsneyti og gagnrýnir mikla álagningu á það.

Bent er á í tilkynningu frá Frama að leigubifreiðastjórar hafi ekki hækkað ökutaxta sinn eins mikið og þyrfti til þess að mæta hækkun á eldsneyti og öðrum auknum álögum sem orðið hafa. Þessum hækkunum ásamt fleiri hækkunum sem hafa orðið á rekstri leigubifreiða hafi þeir orðið að taka á sig með lækkun launa sinna. Því verði að lækka verð á eldsneyti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×