Innlent

Ákærðir fyrir líkamsárás

Dómsalur.
Dómsalur.

Við Héraðsdóm Reykjaness var í morgun þingfest ákæra á hendur þremur mönnum um tvítugt. Þeim er gefið að sök að hafa í september sl. ráðist á fjórða manninn á bifreiðastæði við Iðnskólann í Hafnarfirði með höggum og spörkum með þeim afleiðingum að hann hlaut hruflsár í hársverði, andliti og á olnboga auk tognunar á hálshrygg og brjóstkassa.

Brotið telst varða við 217. gr. almennra hegningarlaga og krefst ákæruvaldið refsingar skv. henni en fórnarlamb árásarinnar fer auk þess fram á bætur að fjárhæð 649.244 kr.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×