Innlent

Jeppamenn enn í Örfirisey

Hátt í tuttugu jeppar hafa lokað fyrir aðgengi olíubíla að birgðastöð olíufélaganna í Örfirisey síðan snemma morgun og eru þeir þar enn.

Jeppamennirnirmótmæla háu eldsneytisverði. Lögreglan skráði alla bílana í morgun en mun ekki blanda sér að öðru leyti málið þar sem aðgerðin hindrar ekki almenna umferð.

Að sögn Olíudreifingar liggja hátt í 200 pantanir fyrir sem ekki er hægt að afgreiða vegna mótmælanna. Þetta kemur fyrst niður á verktökum með stórar vinnuvélar sem fá olíu daglega og beint af tankbílum olíufélaganna og munu einhverjar vélar þegar hafa stöðvast.

Ef mótmælin halda áfram fram eftir degi fer líka að vanta eldsneyti á nokkrar bensínstöðvar en þær munu ekki trufla millilandaflugið þar sem olía á millilandaflugvélar er nú afgreid frá Helguvík.

Vörubílstjórar hafa hins vegar haldið að sér höndum og ætla að hitta samgönguráðhera í dag. Þar ætla þeir að krefjast undanþágu frá vissum atriðum í hvíldartímaákvæðum Evrópusambandsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×