Margar bóka hans, eins og Rage of Angels og The Other Side of Midnight, voru metsölubækur, en féllu ekki í kramið hjá gagnrýnendum.
Hann sagðist skrifa bækurnar, sem oft flíkuðu sterkum kvenkarakterum, þannig að lesendur hefðu áhuga á að fletta blaðsíðunni.
Í viðtali við BBC sagði Sidney að bækur hans væru nægilega ævintýralegar fyrir karlmenn, en hann vonaðist til að hafa nægilega innsýn í líf kvenna svo að þær hefðu gaman að því að lesa þær hans líka.
Sidney Sheldon fæddist í Chicago 17 febrúar 1917.
Hann lést á Eisenhower Medical Center sjúkrahúsinu skammt frá heimabæ sínum í gær. Eiginkona hans Mirage og dóttirin Mary, sem einnig er rithöfundur, voru við dánarbeðið.