Lífið

Gaf afmælisgjafir til geðfatlaðra

Um ein og hálf milljón safnaðist í tengslum við afmæli Gunnars og er reikningur Dvalar enn opinn vilji menn leggja sitt af mörkum.
Um ein og hálf milljón safnaðist í tengslum við afmæli Gunnars og er reikningur Dvalar enn opinn vilji menn leggja sitt af mörkum. MYND/365

Gunnar Birgisson, bæjarstjóri Kópavogs, afþakkaði allar gjafir í tilefni af sextugsafmæli sínu á dögunum en bað afmælisgesti um að láta frekar fé af hendi rakna til Dvalar sem er athvarf fyrir geðfatlaða í Kópavogi. „Ég á allt og því fannst mér kjörið að biðja fólk um að leggja inn pening á reikning Dvalar. Ég þekki til starfseminnar og þarna er unnið gríðarlega gott starf," segir Gunnar.

Athvarfið var stofnað árið 1998 og að því standa Kópavogsdeild Rauða krossins, Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra á Reykjanesi og Kópavogsbær. Markmið starfseminnar er að rjúfa félagslega einangrun, draga úr fordómum og auka lífsgæði þeirra sem eiga við geðsjúkdóma að stríða. Samkvæmt upplýsingum frá starfsmanni Dvalar þá safnaðist um ein og hálf milljón króna og á meðal annars að nota fjármunina í ferðalög fyrir gesti og til að endurnýja húsgögn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.