Innlent

Fjölmenni á Fiskideginum mikla

Talið er að hátt í fjörtíu þúsund manns hafi tekið þátt í Fiskideginum mikla á Dalvík í dag. Veðrið lék við gesti sem gæddu sér meðal annars á silung, saltfiskbollum og hrefnukjöti.

Aldrei hafa eins margir tekið þátt í Fiskideginum mikla á Dalvík eins og í dag en þetta er í sjöunda sinn sem dagurinn er haldinn. Dagskrá stendur fram á kvöld en henni líkur með flugeldasýningu og dansleikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×