Innlent

Ég var öskubuska sem átti ekki að vera á ballinu

Guðni Ágústsson
Guðni Ágústsson

Guðni Ágústsson bar sig vel í Kryddsíldinni fyrir stundu þegar hann talaði um stöðu Framsóknarflokksins.

„Ég var öskubuska sem átti ekki að vera á ballinu og missti skóinn minn. Síðan kom Jón Sigurðsson en ég tók síðan við," sagði Guðni sem lítur björtum augum á framtíðina.

„Það skemmtilegasta sem formaður gerir er að byggja upp flokk og það þekkir Steingrímur," sagði Guðni og benti á Steingrím J Sigfússon sem er einnig gestur í Kryddsíldinni ásamt hinum formönnum flokkanna.

Aðspurður hvort hann myndi sitja við borðið að ári sagði Guðni. „Alveg örugglega og þar mun ég vera búinn að leiða flokkinn í glæsilegum sigri Framsóknarflokksins í kosningum. Það kemur fram í bókinni minni að mín sýn er félagshyggja og samhjálp. Ég mun fara í það núna með mínu góða fólki að efla Framsóknarflokkinn.

Hægt er að horfa á Kryddsíldina í beinni útsendingu á Vísi.is




Fleiri fréttir

Sjá meira


×