Innlent

Fagnar aðgerðum í málefnum öryrkja

Sigursteinn Másson fagnar aðgerðum í þágu öryrkja og aldraða.
Sigursteinn Másson fagnar aðgerðum í þágu öryrkja og aldraða.

Sigursteinn Másson, formaður Öryrkjabandalagsins, fagnar þeim aðgerðum sem ríkisstjórnin kynnti í dag. Ákveðið hefur verið að afnema skerðingu tryggingabóta aldraðra og öryrkja vegna tekna maka á næsta ári. Þá hækkar frítekjumark þeirra úr 25 þúsund krónum í hundrað þúsund.

„Þarna er um að ræða mál sem öryrkjar og fleiri hafa barist fyrir um árabil," segir Sigursteinn. Hann segist þó gjarnan vilja að breytingarnar myndu taka gildi fyrr, en það er ekki fyrr en 1. apríl á næsta ári sem tryggingabætur hætta að skerðast vegna tekna maka. „En það er bara mjög gott að þetta skuli gerast og þetta verður ekkert aprílgabb," segir Sigursteinn.

„Ég tel að það skipti mjög miklu máli að dregið sé úr skerðingum í bótakerfinu og ef útfærslan á þessu tekst vel til verður þetta til að bæta stöðu fólks verulega. Þetta mun efla virkni fólks og efla atvinnuþátttöku verulega," segir Sigursteinn.

Sigursteinn segir þó að enn sé eftir að útfæra ýmislegt sem snýr að öryrkum. Sérstaklega það sem snýr að frítekjumarkinu. Búast megi við að það verði gert á næstu mánuðum.


Tengdar fréttir

Skerðing vegna tekna maka afnumin

Skerðing tryggingabóta aldraðra og öryrkja vegna tekna maka verður afnumin á næsta ári og frítekjumark þeirra hækkað úr 25 þúsund krónum í hundrað þúsund á næsta ári. Þetta er meðal aðgerða sem ríkisstjórnin kynnti í dag og kosta munu fimm milljarða króna á ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×