Innlent

Flutningabíll útaf við Borgarháls

Mikil hálka er á svæðinu
Mikil hálka er á svæðinu

Flutningabíll fór útaf fyrir stundu í Hrútafirði í brekku sem heitir Borgarháls. Ekki var um alvarlegt slys að ræða en bíllinn var hálfur útaf og hálfur uppi á vegi.

Að sögn lögreglunnar sem var á leið á slysstað er útaf aksturinn ekki alvarlegur. Lögreglan fari fyrst og fremst og rannsaki vegna tryggingamála.

Flutningabílstjóri sem keyrði framhjá útafakstrinum og ræddi við Vísi segir að bílstjórinn hafi líklega misst bílinn niður brekkuna þegar hann var á leið upp. Vegirnir þarna séu illa saltaðir og erfitt sé að aka í þessum aðstæðum. „Vestfirðingar og Strandamenn eru fjórða flokks hjá Vegagerðinni. Ég hef keyrt um allt land en hérna er þetta skelfilegt," sagði flutningabílstjórinn ósáttur með ástand vega á svæðinu.

„Það er sígilt að flutningabílstjórarnir fari útaf. Þetta er meira og minna einbreitt og það er erfitt að mæta öðrum bílum. Vegirnir hérna eru illa saltaðir og holóttir," sagði lögreglan á Ísafirði um ástandið á vegum í Hrútafirði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×