Innlent

Fréttamaður fær gögn frá Neytendastofu

Lára Ómarsdóttir fréttamaður
Lára Ómarsdóttir fréttamaður

Úrskurðanefnd um upplýsingamál hefur kveðið upp þann úrskurð að Neytendastofu beri að veita Láru Ómarsdóttur, fréttamanni Stöðvar 2, aðgang að tölvuskrá sem inniheldur lista yfir þau veitingahús sem verðkönnun Neytendastofu beindist að í ágúst 2007.

Á listanum var auk nafna á veitingahúsum sem voru tekin til athugunar verð tiltekinna rétta á matseðlum þeirra í febrúar, mars og ágúst 2007 og útreikningur verðbreytinga milli nefndra mánaða í prósentuhlutföllum.

Úrskurðanefnd upplýsingamála féllst ekki á rök Neytendastofu um að innanhúss vinnuskjal væri að ræða sem sé undanþegið upplýsingaskyldu.

Neytendastofa hefur í samræmi við úrskurðinn afhent Láru Ómarsdóttur umrædd gögn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×