Fótbolti

Íslenska liðið vanmetið

Egil Olsen
Egil Olsen NordicPhotos/GettyImages

Norðmenn virðast vera nokkuð sáttir við mótherja sína í undankeppni HM eftir dráttinn í dag, en þeir virðast líta á íslenska liðið sem sýnda veiði en ekki gefna.

Óskamótherjar Norðmanna úr efsta styrkleikaflokki voru reyndar Grikkir ef marka má blaðaskrif þar í landi, en menn sætta sig vel við hollenska liðið. Egill "Drillo" Olsen, fyrrum landsliðsþjálfari Norðmanna og núverandi þjálfari Íraka, segir að ekki megi taka íslenska liðið of létt.

"Mér sýnist við hafa verið heppnir með dráttinn úr fyrsta og öðrum styrkleikaflokki, en Ísland úr fjórða flokknum er á uppleið og það er vanmetið lið. Það gæti vel komið til að liðin í þessum riðli yrðu dugleg að hirða stig af hvert öðru," sagði "Drillo"

Annars virðsast norskir blaðamenn ekki sérstaklega fróðir um íslenska liðið ef marka má úttekt VG í dag, þar sem Eyjólfur Sverrisson er titlaður þjálfari liðsins. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×