Innlent

Fjörutíu útköll í Reykjavík

Það er annríki hjá björgunarsveitum í dag. Mynd úr safni
Það er annríki hjá björgunarsveitum í dag. Mynd úr safni

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur farið í 40 útköll það sem af er morgninum vegna óveðurs. Flest hefur fokið sem mögulega getur fokið, þar á meðal tré, þakjárnsplötur, gervihnattadiskar og jafnvel bílar. Lögreglan vinnur verkefnin í samstarfi við slökkviliðið og björgunarsveitir og ljóst er að útköllum mun fjölga þegar líður á daginn.

Útköllum fjölgaði verulega á öllu landinu eftir klukkan ellefu og síðan þá hafa björgunarsveitir víðsvegar á landinu fengið 50 útköll.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×