Innlent

Ræninginn ekki enn fundinn

Lögreglan hefur enn ekki fundið mann sem framdi vopnað rán í verslun Ellefu - ellefu við Grensásvegi á níunda tímanum í gærkvöld, vopnaður veiðihnífi. Þrír starfsmenn voru inni í versluninni og ógnaði maðurinn einni þeirra með hnífnum. Hann hirti af henni lítilræði af reiðufé, eða um 10 þúsund krónur að talið er.

Afgreiðslustúlkan, sem er fimmtán ára, sagði Fréttablaðinu að hnífurinn hafi verið langur, með tréskafti og með göddum. Af lýsingu stúlkunnar má ráða að um mjög ógnvænlegt vopn hafi verið að ræða. Stúlkan segir að ræninginn hafi verið með svarta húfu fyrir andlitinu með göt fyrir augun, þannig ekki hafi sést í andlit hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×