Arsenal aftur á toppinn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. desember 2007 19:11 Leikmenn Arsenal fagna jöfnunarmarki Eduardo. Nordic Photos / Getty Images Arsenal kom sér á topp ensku úrvalsdeildarinnar á ný með 4-1 sigri á Everton í dag. Tvö rauð spjöld litu dagsins ljós í leiknum en þeir Nicklas Bendtner og Mikel Arteta fengu báðir rautt. Bendtner fyrir tvær áminningar en Arteta fékk beint rautt fyrir meint olnbogaskot á Cesc Fabregas. Thomas Gravesen var ekki með Everton vegna hnémeiðsla og Tony Hibbert var kominn í vörn liðsins á nýjan leik. Hjá Arsenal voru þeir Tomas Rosicky og Emmanuel Adebayor á bekknum og fékk Ammanuel Eboue frí. Abou Diaby, Eduardo da Silva og Bendtner voru allir í byrjunarliði Arsenal. Arsenal byrjaði ágætlega og voru þeir Bendtner og Eduardo frískir í framlínunni. En það voru heimamenn í Everton sem skoruðu fyrsta mark leiksins. Tim Cahill náði að koma boltanum yfir línuna eftir hornspyrnu Mikel Arteta. Boltinn fór reyndar af þeim Bacary Sagna og Bendtner en hafnaði fyrir þeim Cahill og Yakubu og náði sá fyrrnefndi síðustu snertingunni. Skömmu síðar fékk Bendtner gult fyrir klaufalega tæklingu á Joseph Yobo. Um miðbik fyrri hálfleiksins var Everton með undirtökin í leiknum og ekki útlit fyrir að mikið myndi breytast í þeim efnum. Mikil rignign var á Goodison Park og leikmenn gengu ansi blautir til búningsklefa í hálfleik. En eitthvað hafa leikmenn Arsenal hresst sig við í hálfleik því þeir voru ekki lengi að jafna metin. Gael Clichy gaf 50 metra langa sendingu fram á völlinn, Phil Jagielka missti af boltanum og Eduardo náði að afgreiða knöttinn í netið. Eduardo var svo aftur að verki stuttu síðar og kom Arsenal yfir í leiknum. Hann hafði aftur betur í baráttu við Jakielka og skoraði af mikilli yfirvegun. Um miðjan síðari hálfleikinn fékk svo Bendtner annað gult spjald fyrir fólskulegt brot á Andrew Johnson. Hann mátti þakka fyrir að fá ekki beint rautt. Þrátt fyrir þetta náði Arsenal að bæta við tveimur mörkum og voru varamennirnir Adebayor og Rosicky þar að verki undir lok leiksins. Öruggur sigur Arsenal því staðreynd og liðið er komið á topp ensku úrvalsdeildarinnar á nýjan leik, með tveggja stiga forystu á Manchester United. Mest lesið „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Körfubolti Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Enski boltinn Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Fótbolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Íslenski boltinn Dagskráin í dag: PGA-meistaramótið fer af stað Sport Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Íslenski boltinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sjá meira
Arsenal kom sér á topp ensku úrvalsdeildarinnar á ný með 4-1 sigri á Everton í dag. Tvö rauð spjöld litu dagsins ljós í leiknum en þeir Nicklas Bendtner og Mikel Arteta fengu báðir rautt. Bendtner fyrir tvær áminningar en Arteta fékk beint rautt fyrir meint olnbogaskot á Cesc Fabregas. Thomas Gravesen var ekki með Everton vegna hnémeiðsla og Tony Hibbert var kominn í vörn liðsins á nýjan leik. Hjá Arsenal voru þeir Tomas Rosicky og Emmanuel Adebayor á bekknum og fékk Ammanuel Eboue frí. Abou Diaby, Eduardo da Silva og Bendtner voru allir í byrjunarliði Arsenal. Arsenal byrjaði ágætlega og voru þeir Bendtner og Eduardo frískir í framlínunni. En það voru heimamenn í Everton sem skoruðu fyrsta mark leiksins. Tim Cahill náði að koma boltanum yfir línuna eftir hornspyrnu Mikel Arteta. Boltinn fór reyndar af þeim Bacary Sagna og Bendtner en hafnaði fyrir þeim Cahill og Yakubu og náði sá fyrrnefndi síðustu snertingunni. Skömmu síðar fékk Bendtner gult fyrir klaufalega tæklingu á Joseph Yobo. Um miðbik fyrri hálfleiksins var Everton með undirtökin í leiknum og ekki útlit fyrir að mikið myndi breytast í þeim efnum. Mikil rignign var á Goodison Park og leikmenn gengu ansi blautir til búningsklefa í hálfleik. En eitthvað hafa leikmenn Arsenal hresst sig við í hálfleik því þeir voru ekki lengi að jafna metin. Gael Clichy gaf 50 metra langa sendingu fram á völlinn, Phil Jagielka missti af boltanum og Eduardo náði að afgreiða knöttinn í netið. Eduardo var svo aftur að verki stuttu síðar og kom Arsenal yfir í leiknum. Hann hafði aftur betur í baráttu við Jakielka og skoraði af mikilli yfirvegun. Um miðjan síðari hálfleikinn fékk svo Bendtner annað gult spjald fyrir fólskulegt brot á Andrew Johnson. Hann mátti þakka fyrir að fá ekki beint rautt. Þrátt fyrir þetta náði Arsenal að bæta við tveimur mörkum og voru varamennirnir Adebayor og Rosicky þar að verki undir lok leiksins. Öruggur sigur Arsenal því staðreynd og liðið er komið á topp ensku úrvalsdeildarinnar á nýjan leik, með tveggja stiga forystu á Manchester United.
Mest lesið „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Körfubolti Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Enski boltinn Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Fótbolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Íslenski boltinn Dagskráin í dag: PGA-meistaramótið fer af stað Sport Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Íslenski boltinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sjá meira
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn