Enski boltinn

Ívar búinn að skora

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ívar Ingimarsson hefur skorað tvö mörk fyrir Reading á leiktíðinni.
Ívar Ingimarsson hefur skorað tvö mörk fyrir Reading á leiktíðinni. Nordic Photos / Getty Images

Ívar Ingimarsson hefur komið sínum mönnum í Reading í 2-1 forystu gegn Tottenham á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Ívar nýtti sér mistök Paul Robinson markvarðar Tottenham er hann missti af boltanum eftir hornspyrnu Reading. Ívar var rétt staðsettur og náði að koma knöttinum í netið.

Sjö leikjum í ensku úrvalsdeildinni lýkur laust fyrir klukkan 17.00 og birtist þá ítarleg umfjöllun um þá alla hér á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×