Enski boltinn

Fer Campbell aftur til Tottenham?

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Stuðningsmönnum Tottenham er ekki sérstaklega hlýtt til Campbell.
Stuðningsmönnum Tottenham er ekki sérstaklega hlýtt til Campbell. Nordic Photos / Getty Images

Svo gæti farið að Sol Campbell snúi aftur á heimaslóðir og leiki með Tottenham á nýjan leik.

Fyrir sex árum fór hann frá Tottenham til erkifjendanna í Arsenal og hafa stuðningsmenn fyrrnefnda liðsins ekki enn fyrirgefið honum það. Í þeirra augum er hann einfaldlega þekktur sem Júdas.

Juande Ramos, knattspyrnustjóri Tottenham, vill styrkja vörn liðsins með reyndum miðverði og segir The Times að það komi til greina að Campbell fari til liðsins þegar félagaskiptaglugginn opnar um áramótin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×