Innlent

Fjöldi áramótagesta þrefaldast á fimm árum

Erna Hauksdóttir.
Erna Hauksdóttir.

Fjöldi erlendra ferðamanna sem dvelja á hótelum og gistiheimilum í Reykjavík yfir áramót hefur þrefaldast á fimm árum. Árið 2002 voru þeir um 1200 talsins en nú verða þeir um 3600.

Fjöldi þeirra sem dvelja hér yfir jól hefur fjórfaldast á sama tíma og voru þeir um 1200 um þessi jól, að sögn Ernu Hauksdóttur, hjá Samtökum ferðaþjónustunnar. Fjölmennastir eru Bretar, sérstaklega um jól, en síðan koma Bandaríkjamenn, Rússar, Japanir, Þjóðverjar og Norðurlandabúar.

„Það hefur ekki verið nein markaðssetning í gangi af hálfu hins opinbera, en fyrirtækin eru búin að vera að kynna þetta. Það eru mörg fyrirtæki sem koma að þessu," segir Erna. „Í áraraðir erum við búin að bjóða upp á dagsferðir fyrir þá sem koma hérna á þessum tíma," bætir Erna við.

Erna telur að ýmis afþreying sé í boði fyrir þá sem koma hingað á þessum árstíma. En þeir sem koma hingað yfir áramót hafa heyrt af þeirri stemningu sem er hérna á gamlárskvöld í flugeldum - og eru að sækja í hana," segir Erna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×