Fótbolti

Eggert lék í tapleik Hearts

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Eggert Gunnþór Jónsson í leik með íslenska U-21 landsliðinu.
Eggert Gunnþór Jónsson í leik með íslenska U-21 landsliðinu. Mynd/E. Stefán

Eggert Gunnþór Jónsson var í byrjunarliði Hearts sem tapaði í dag fyrir St. Mirren á heimavelli í skosku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Hann var reyndar tekinn af velli á 49. mínútu en það var Stephen McGinn sem skoraði eina mark leiksins á 17. mínútu.

Theodór Elmar Bjarnason var ekki í leikmannahópi Celtic í dag er liðið vann 2-0 útisigur á Dundee United með mörkum Jan Vennegoor og Stephen McManus.

Hearts er nú dottið niður í tíunda sæti deildarinnar en er þó með tíu stigum meira en botnlið Gretna. Celtic er á toppnum með 40 stig eftir nítján leiki.

Rangers kemur næst með 38 stig en á tvo leiki til góða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×