Enski boltinn

Evans heldur fram sakleysi sínu

Evans segist saklaus
Evans segist saklaus NordicPhotos/GettyImages

Jonathan Evans, leikmaður Manchester United, segist alfarið saklaus af ásökunum um að hafa nauðgað stúlku í jólateiti Manchester United á dögunum.

Breska blaðið Sun hefur hinsvegar heimildir fyrir því að Evans og kærasti stúlkunnar sem kært hefur nauðgunina, hafi lent í handalögmálum í jólateitinu. Evans hefur ekki veitt viðtöl vegna málsins og það eina sem heft hefur verið eftir honum í málinu er "Ég gerði það ekki."

Evans fór til Mónakó í ferð með fjölskyldu sinni daginn eftir jólateitið, en flaut strax heim eftir að hann var bendlaður við nauðgunina. Hann mætti til lögreglu í skýrslutöku og málið verður væntanlega tekið frekar fyrir í febrúar.

Vinur norður-írska landsliðsmannsins segir félaga sinn steinhissa á þessu. "Johny á ekki orð yfir þessum ásökunum og er staðráðinn í að hreinsa nafn sitt eins fljótt og hægt er."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×