Enski boltinn

Lawrie Sanchez rekinn frá Fulham

NordicPhotos/GettyImages

Enska úrvalsdeildarfélagið Fulham var rétt í þessu að tilkynna að knattspyrnustjórinn Lawrie Sanchez væri hættur störfum hjá félaginu. Fulham hefur byrjað leiktíðina illa og er í 18. og þriðja neðstað sæti deildarinnar.

Fulham hefur aðeins unnið tvo af síðustu 17 leikjum sínum í deildinni og í yfirlýsingu frá félaginu kom fram að forráðamenn þess óttuðust að liðið missti sæti sitt í úrvalsdeildinni og því hefði verið nauðsynlegt að grípa til aðgerða.

Það kemur í hlut þeirra Ray Lewington og Billy McKilnay að stýra liðinu þar til eftirmaður Sanchez finnst, en fyrrum miðjumaður liðsins John Collins sem nýverið hætti hjá Hibernian í Skotlandi hefur þegar verið orðaður við stöðuna. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×