Fótbolti

AZ tapaði í fyrsta sinn á heimavelli í Evrópukeppninni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Leikmenn AZ fagna hér marki sem Grétar Rafn Steinsson skoraði gegn Inter í æfingaleik í sumar.
Leikmenn AZ fagna hér marki sem Grétar Rafn Steinsson skoraði gegn Inter í æfingaleik í sumar. Nordic Photos / Getty Images

AZ Alkmaar tapaði í gærkvöldi sínum fyrsta heimaleik í Evrópukeppninni í sögu félagsins. Liðið hafði ekki tapað í fyrstu 32 heimaleikjum sínum.

AZ tapaði fyrir Everton, 3-2, og féll þar með úr leik í UEFA-bikarkeppninni. Grétar Rafn Steinsson lék allan leikinn fyrir AZ og Bjarni Þór Viðarsson kom inn á sem varamaður hjá Everton.

Ipswich er nú það félag í Evrópu sem hefur leikið flesta heimaleiki í Evrópukeppninni án þess að tapa. Það hefur leikið 31 heimaleik, nú síðast gegn Slovan Liberec í lok október árið 2002.

Heimaleikjahrina AZ er sú þrettánda lengsta í sögu Evrópukeppnanna en metið á Manchester United. Liðið lék 56 heimaleiki í röð án þess að tapa þar til United tapaði fyrir Fenerbahce í lok október árið 1996.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×