Fótbolti

Wales mætir líka Hollandi og Noregi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
John Toshack, landsliðsþjálfari Wales.
John Toshack, landsliðsþjálfari Wales. Nordic Photos / Getty Images

Í dag var það tilkynnt að Ísland og Wales mætast í vináttulandsleik þann 28. maí næstkomandi en Wales mætir einnig fleiri liðum úr riðli Íslands í undankeppni HM 2010.

Fáeinum dögum eftir leikinn gegn Íslandi mætir Wales landsliði Hollands, nánar tiltekið þann 1. júní, en þá munu Hollendingar vera að búa sig að kappi undir úrslitakeppni EM 2008.

Þann 6. febrúar mætir svo Wales liði Norðmanna á heimavelli. Leikurinn fer fram á Racecourse Ground, heimavelli Wrexham. Leikur Íslands og Wales fer fram á Laugardalsvelli.

Ísland, Noregur og Holland eru saman í riðli í undankeppni HM 2010 ásamt Makedóníu og Skotlandi.

Í riðli Wales er einnig Þýskaland, Rússland, Finnland, Aserbaídsjan og Liechtenstein.

KSÍ hefur nú skipulagt sex vináttulandsleiki á næsta ári en knattspyrnusamband Wales hefur tilkynnt um fimm vináttulandsleiki nú þegar.

Auk leikjanna þriggja ofangreindu mætir Wales einnig Georgíu í ágúst og Lúxemborg í mars.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×