Enski boltinn

Unglingarnir fengu Lundúnarslag

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Varnarmaðurinn Philippe Senderos og markvörðurinn Lukasz Fabianski fagna sigri Arsenal á Blackburn í gær.
Varnarmaðurinn Philippe Senderos og markvörðurinn Lukasz Fabianski fagna sigri Arsenal á Blackburn í gær. Nordic Photos / Bongarts

Unglingarnir í Arsenal mæta Tottenham í undanúrslitum ensku deildabikarkeppninnar en dregið var í kvöld. Í hinum leiknum mætast Chelsea og Everton.

Bæði Tottenham og Arsenal komust áfram í gær þrátt fyrir að hafa misst menn af velli með rauð spjöld.

Chelsea vann Liverpool fyrr í kvöld og mætir Everton sem fyrr segir.

„Allir leikir eru erfiðir. Everton hafa verið mjög sterkir á tímabilinu," sagði Avram Grant, stjóri Chelsea, eftir dráttinn. „Það er erfitt að spila gegn Everton en ég vonast auðvitað til þess að við komumst í úrslitaleikinn."

Leikið verður heima og að heiman í undanúrslitunum dagana 7. og 21. febrúar á næsta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×