Enski boltinn

Chelsea sló út Liverpool

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Peter Crouch fékk að líta rauða spjaldið í kvöld.
Peter Crouch fékk að líta rauða spjaldið í kvöld. Nordic Photos / Getty Images

Liverpool er úr leik í ensku deildabikarkeppninni eftir 2-0 tap fyrir Chelsea á Stamford Bridge í kvöld.

Staðan var markalaus í hálfleik en það var Frank Lampard sem kom heimamönnum yfir á 58. mínútu. Hann átti skot að marki sem fór í Jamie Carragher og breytti þannig um stefnu að skotið var óverjandi fyrir Charles Itandje í marki Liverpool.

Aðeins tveimur mínútu síðar fékk Peter Crouch að líta beint rautt spjald fyrir brot á John Obi Mikel.

Það var svo Andreiy Shevchenko sem gulltryggði sigur Chelsea með marki á lokamínútu leiksins eftir undirbúning Wayne Bridge.

Avram Grant, stjóri Chelsea, gerði sjö breytingar á liði sínu frá leiknum gegn Arsenal um helgina og Rafa Benitez gerði níu breytingar hjá sér frá leik liðsins gegn Manchester United.

Michael Ballack kom inn á sem varamaður fyrir Chelsea í kvöld og lék þar með sinn fyrsta leik síðan í apríl síðastliðnum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×