Enski boltinn

Wayne kvænist Coleen í sumar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Wayne Rooney og Coleen McLoughlin.
Wayne Rooney og Coleen McLoughlin. Nordic Photos / AFP

Wayne Rooney ætlar að nýta sér tækifærið fyrst England komst ekki í úrslitakeppni EM til að kvænast sinni heittelskuðu Coleen McLoughlin í júní á næsta ári.

„Við gátum aldrei gert neinar brúðkaupsáætlanir þar sem það var óvíst hvort ég myndi spila á EM á næsta ári. Þegar landsliðið komst ekki áfram, eins svekkjandi og það var, gátum við loksins rætt um ákveðnar dagssetningar," sagði Rooney í samtali við tímaritið Hello!

Rooney sagði enn fremur að ef enska landsliðið hefði komist á EM hefðu þau haldið brúðkaupið síðar um sumarið.

„En það hefði þýtt að við hefðum ekki haft tíma fyrir brúðkaupsferð. Það var því eitthvað jákvætt við þetta."

Coleen sagði í samtali við tímaritið að hún hefði verið að skoða staði í Frakklandi og á Ítalíu í tengslum við brúðkaupið og að hún myndi einnig gera slíkt hið sama í Englandi og á Írlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×