Fótbolti

Romario fær 120 daga bann

NordicPhotos/GettyImages

Markamaskínan Romario hefur verið dæmdur í 120 leikja bann fyrir að falla á lyfjaprófi á dögunum, en hann kenndi skallameðali um að hafa fallið á prófinu.

Brasilíumaðurinn féll á prófi fyrir leik Vasco da Gama gegn Palmeiras í október og hefur síðan íhugað að leggja skóna á hilluna. Hann er sem stendur spilandi þjálfari liðsins og á að baki rúm 1000 mörk á glæsilegum ferli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×