Innlent

HA fær árangurstengt rannsóknarfé

Tímamótasamningur var undirritaður í morgun milli menntamálaráðuneytisins og Háskólans á Akureyri. Ráðuneytið veitir skólanum aukið rannsóknafé en skilyrðir framlögin við árangur.

Skrifað var undir tvo samninga á ársfundi háskólans í dag. Annars vegar var undirritaður samstarfssamningur við LÍÚ um eflingu menntunar og rannsókna í sjávarútvegi en hins vegar nýr kennslu- og rannsóknasamningur við menntamálaráðuneytið.

Háskólinn fær 275 milljóna króna viðbótarframlag á næstu þremur árum en nýmælin eru þau að ráðuneytið getur stöðvað fjárstreymið ef það lítur svo á sem árangur sé ekki viðunandi fyrir peningana.

Einnig var greint frá því að RES Orkuháskólinn tekur til starfa í febrúar næstkomandi. 30 meistaranemar hefja þá meistaranám í orkufræðum á Akureyri, langflestir frá útlöndum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×