Enski boltinn

Cesc er að verða harður nagli

NordicPhotos/GettyImages

Ian Wright, fyrrum leikmaður Arsenal og enska landsliðsins, segir að Cesc Fabregas sé að verða miklu meiri harðnagli en hann var þegar hann var yngri. Hann segir Spánverjann unga tilbúinn í að fylla skarð Patrick Vieira á miðjunni hjá Arsenal.

"Það tók Roy Keane nokkurn tíma þegar hann var hjá Nottingham Forest að verða sá nagli sem hann varð síðar og mér finnst greinilega það sama vera uppi á teningnum hjá Cesc í dag. Ef þú ögrar honum - hikar hann ekki við að svara í sömu mynt," sagði Wright í dálk sínum í Sun.

"Cesc var hvergi smeykur við að standa uppi í hárinu á John Terry í leiknum á sunnudaginn og svo lét hann Ashley Cole hafa það þegar þeir lentu saman í tæklingu. Það er enginn vafi í mínum augum að Cesc er maður í að fylla skarð Patrick Vieira á miðjunni. Hann er nú kominn með þessa nauðsynlegu árásargirni og lætur menn finna vel fyrir sér," sagði Wright.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×