Enski boltinn

Fæ mér ekki í glas fyrr en við verðum meistarar

NordicPhotos/GettyImages

William Gallas var hetja Arsenal á sunnudaginn þegar liðið skellti fyrrum félögum hans í Chelsea í ensku úrvalsdeildinni. Gallas skoraði sigurmarkið í leiknum en ætlar ekki að fagna alveg strax.

"Allir eru hamingjusamir þegar sigrar á borð við þennan koma í hús og þá geta stuðningsmennirnir fagnað og fengið sér öl. Það sama gildir um leikmennina, en ég læt mér nægja að fara heim í faðm fjölskyldunnar. Ég drekk ekki, en ég mun fá mér í glas í lok tímabils þegar ég sýp úr Englandsbikarnum," sagði Gallas brattur í samtali við Sun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×