Enski boltinn

Capello hrósar David Beckham

AFP

Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englendinga, setti David Beckham út í kuldann þegar hann þjálfaði Real Madrid á sínum tíma.

Capello lýsti því yfir að Beckham myndi aldrei spila aftur með Real Madrid þegar hann ákvað að ganga í raðir LA Galaxy í Bandaríkjunum, en Beckham sýndi úr hverju hann var gerður og vann sér aftur sæti í liði Real með vinnusemi og dugnaði. Capello sýndi líka á sér nýja hlið og viðurkenndi að hann hefði gert mistök. Hann metur fyrrum fyrirliða enska landsliðsins mikinn í dag.

"Beckham var frábær leikmaður hjá Real. Við áttum ekki skap saman í byrjun en hann sýndi að hann er með sterka skapgerð og góður leikmaður. Þegar hann setur sér takmörk - er hann vanur að ná þeim. Hann er einn þeirra leikmanna í enska landsliðshópnum sem ég hef miklar mætur á," sagði þjálfarinn.

Svo virðist sem Beckham sé því enn inni í myndinni hjá landsliðsþjáfaranum, en hann vantar nú aðeins einn landsleik til að ná 100. leiknum á ferlinum fyrir England. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×