Enski boltinn

Terry verður frá í sex vikur

Terry verður frá keppni fram á næsta ár
Terry verður frá keppni fram á næsta ár AFP

John Terry, fyrirliði Chelsea, verður frá keppni í sex vikur eftir að í ljós kom að hann brákaði þrjú bein í fætinum í samstuði við leikmann Arsenal í viðureign liðanna í gær.

"Myndataka strax eftir leikinn sýndi ekki fram á þessi meiðsli, en við nánari athugun kom í ljós að hann er með brákað ristarbein," sagði læknir Chelsea í yfirlýsingu í dag.

Þetta þýðir að varnarmaðurinn öflugi verður ekki með liði Chelsea í jólatörninni og er það mikið áfall fyrir liðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×