Barði tvo með golfkylfu fyrir að hrekkja fyrrverandi kærustu Andri Ólafsson skrifar 17. desember 2007 16:38 27 ára karlmaður var í Héraðsdómi Austurlands í dag dæmdur í átta mánaða fangelsi, þar af sex skilorðsbundna, fyrir þrjár líkamsárásir gegn tveimur mönnum. Allar árásirnar áttu sér stað sama kvöldið og þóttu sérlega ófyrirleitnar og stórhættulegar. Árásirnir áttu sér stað í maí í fyrra. Aðdragandann að þeim má rekja til þess að þrír ungir menn frá Eskifirði tóku stúlku frá Egilsstöðum upp í bíl til sín og sögðust ætla að hrekkja hana með því að aka henni til Eskifjarðar. Stúlkan hringdi þá í fyrrverandi kærasta sinn, ákærða í málinu, og bað hann um að koma sér til aðstoðar. Sá brást hratt við og ók á móti þremenningunum og stúlkunni. Þegar bílarnir mættust stökk stúlkan út úr bílnum og upp í bíl til fyrrverandi kærasta síns. Hún var í nokkru uppnámi og fegin því að vera laus við þremenningana. Fyrrverandi kærastinn ræddi örstutt við hana en fór svo úr bílnum til þess að ræða við þremenningana. Hann gekk að bíl þeirra og sagði þeim að biðjast afsökunar. Þegar sá sem sat í aftursætinu neitaði brást fyrrverandi kærastinn við með því að kýla hann í gegnum opna afturrúðuna. Því næst fór hann aftur í bílinn þar sem fyrrverandi kærastan beið og skutlaði henni heim. Málinu lauk þó ekki þar. Þegar kærastinn fyrrverandi var búinn að skutla stúlkunni heim ók hann beinustu leið til Eskifjarðar til að hafa aftur uppi á þremenningunum. Hann þekkti ekki til á Eskifirði en fann þó þremenningana fljótlega fyrir utan heimili eins þeirra. Hann lagði bílnum sínum skammt frá bíl þeirra og fylgdist með þeim örlitla stund. Þegar hann sá einn þremenningana taka golfkylfu úr skottinu lét fyrrverandi kærastinn til skarar skríða. Hann rauk úr bílnum, gekk að þeim sem hélt á kylfunni, þreif hana af honum og barði hann með henni þar til haus hennar datt af. Því næst beindi hann athygli sinni að drengnum sem hann hafði kýlt fyrr um kvöldið. Sá hafði einnig orðið sér úti um golfkylfu. En kærastinn fyrrverandi lét það ekki á sig fá. Hann lét höggin dynja á drengnum. Barði hann með skafti golfkylfunnar endar hafði hausinn af henni dottið af skömmu áður. Á meðan öskraði hann á drenginn að biðja fyrrverandi kærustu sína afsökunar. Hann lét ekki af barsmíðunum fyrr en drengurinn lagði kylfu sína frá sér og flúði. Að þessu loknu lét fyrrverandi kærastinn við sitja, fleygði golfkylfunni og keyrði á brott. Drengirnir tveir hlutu nokkra áverka, þó aðallega drengurinn sem fékk höggið í gegnum bílrúðunaog barsmíðarnar með kylfuskaftinu. Hann hlaut mar og eymsli hægra megin á hálsi, mar á stóru svæði á vinstra gagnauga, heilablæðingu yfir vinstra gagnaugasvæði, mar á heila vinstra megin og gat á hljóðhimnu vinstra megin. Fyrrverandi kærastinn hafði ekki áður fengið dóm og þótt því rétt að dæma hann í átta mánaða fangelsi en skilorðsbinda sex mánuði. Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Innlent Fleiri fréttir Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Sjá meira
27 ára karlmaður var í Héraðsdómi Austurlands í dag dæmdur í átta mánaða fangelsi, þar af sex skilorðsbundna, fyrir þrjár líkamsárásir gegn tveimur mönnum. Allar árásirnar áttu sér stað sama kvöldið og þóttu sérlega ófyrirleitnar og stórhættulegar. Árásirnir áttu sér stað í maí í fyrra. Aðdragandann að þeim má rekja til þess að þrír ungir menn frá Eskifirði tóku stúlku frá Egilsstöðum upp í bíl til sín og sögðust ætla að hrekkja hana með því að aka henni til Eskifjarðar. Stúlkan hringdi þá í fyrrverandi kærasta sinn, ákærða í málinu, og bað hann um að koma sér til aðstoðar. Sá brást hratt við og ók á móti þremenningunum og stúlkunni. Þegar bílarnir mættust stökk stúlkan út úr bílnum og upp í bíl til fyrrverandi kærasta síns. Hún var í nokkru uppnámi og fegin því að vera laus við þremenningana. Fyrrverandi kærastinn ræddi örstutt við hana en fór svo úr bílnum til þess að ræða við þremenningana. Hann gekk að bíl þeirra og sagði þeim að biðjast afsökunar. Þegar sá sem sat í aftursætinu neitaði brást fyrrverandi kærastinn við með því að kýla hann í gegnum opna afturrúðuna. Því næst fór hann aftur í bílinn þar sem fyrrverandi kærastan beið og skutlaði henni heim. Málinu lauk þó ekki þar. Þegar kærastinn fyrrverandi var búinn að skutla stúlkunni heim ók hann beinustu leið til Eskifjarðar til að hafa aftur uppi á þremenningunum. Hann þekkti ekki til á Eskifirði en fann þó þremenningana fljótlega fyrir utan heimili eins þeirra. Hann lagði bílnum sínum skammt frá bíl þeirra og fylgdist með þeim örlitla stund. Þegar hann sá einn þremenningana taka golfkylfu úr skottinu lét fyrrverandi kærastinn til skarar skríða. Hann rauk úr bílnum, gekk að þeim sem hélt á kylfunni, þreif hana af honum og barði hann með henni þar til haus hennar datt af. Því næst beindi hann athygli sinni að drengnum sem hann hafði kýlt fyrr um kvöldið. Sá hafði einnig orðið sér úti um golfkylfu. En kærastinn fyrrverandi lét það ekki á sig fá. Hann lét höggin dynja á drengnum. Barði hann með skafti golfkylfunnar endar hafði hausinn af henni dottið af skömmu áður. Á meðan öskraði hann á drenginn að biðja fyrrverandi kærustu sína afsökunar. Hann lét ekki af barsmíðunum fyrr en drengurinn lagði kylfu sína frá sér og flúði. Að þessu loknu lét fyrrverandi kærastinn við sitja, fleygði golfkylfunni og keyrði á brott. Drengirnir tveir hlutu nokkra áverka, þó aðallega drengurinn sem fékk höggið í gegnum bílrúðunaog barsmíðarnar með kylfuskaftinu. Hann hlaut mar og eymsli hægra megin á hálsi, mar á stóru svæði á vinstra gagnauga, heilablæðingu yfir vinstra gagnaugasvæði, mar á heila vinstra megin og gat á hljóðhimnu vinstra megin. Fyrrverandi kærastinn hafði ekki áður fengið dóm og þótt því rétt að dæma hann í átta mánaða fangelsi en skilorðsbinda sex mánuði.
Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Innlent Fleiri fréttir Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Sjá meira