Innlent

Íslendingar eru yngri en aðrar þjóðir

Eldri borgarar í blíðu og stríðu.
Eldri borgarar í blíðu og stríðu.

Meðalaldur Íslendinga er mun lægri en meðalaldur fólks annarra þjóða. Íslendingar eru hlutfallslega fjölmennari í aldurshópnum 0-14 ára en aðrar þjóðir. Í aldurshópnum 15-64 ára er Ísland með svipað hlutfall og aðrar þjóðir. Í aldurshópnum 65 ára og eldri er Ísland með lægsta hlutfall þessara þjóða, eða 11,7% þjóðarinnar, segir í Vefriti fjármálaráðuneytisins.

Þessar tölur eru hagstæðar Íslendingum út frá sjónarmiði lífeyriskerfisins. Unga kynslóðin mun ganga inn í það kerfi lífeyrissparnaðar sem byggt hefur verið upp á undanförnum áratugum og getur sparað fyrir efri árum.



Á myndinni sést aldursdreifing nokkurra þjóða. Það þarf að smella á myndina til að hún sjáist greinilega.
„Því er allt útlit fyrir að öldrun samfélagsins verði ekki eins fjárhagslega krefjandi og í mörgum öðrum löndum. Til dæmis er staðan mun betri en í Bandaríkjunum, sem eru með sambærilega lýðfræðilega dreifingu en mikinn uppsafnaðan halla á lífeyrisskuldbindingum, eða í Japan og Þýskalandi þar sem meðalaldur íbúanna er talsvert hærri og lífeyrissparnaður ekki til staðar í sama mæli og hér á landi," segir í Vefritinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×