Innlent

Samkeppniseftirlitið blessar samruna í heildsölugeira

Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins.
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins. MYND/Páll Bergmann

Samkeppniseftirlitið hefur lagt blessun sína yfir kaup heildsölunnar Innness hf. á annars vegar fyrirtækjaþjónustunni Selecta og hins vegar heildsölunni Ólafi Guðnasyni ehf.

Tilkynnt var um kaupin í síðasta mánuði og fór Samkeppniseftirlitið yfir það hvort samruni félaganna myndi raska samkeppni á markaði. Athuganir leiddu í ljós að svo var ekki og því ákvað Samkeppniseftirlitið að aðhafast ekki frekar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×