Innlent

Góð síldveiði á Kiðeyjarsundi

Góð síldveiði er nú á Kiðeyjarsundi, rétt vestan við Stykkishólm, en þar mun síld aldrei hafa verið veidd áður. Þar fanst gríðarlegt magn af síld nýverið, þegar Hafrannsóknastofnun tók á leigu lítinn fiskibát til leitar og sendi tvo fiskifræðinga með honum.

Síldin er líka stærri en veiðst hefur í Grundarfirði upp á síðkastið, og hentar því vel til frystingar. Kiðeyjarsund er þröngt og talsvert skerjótt þannig að vandasamt er að veiða þar. Síldveiðiskipunum fækkar nú óðum þar sem mörg eru búin með kvóta sína.-




Fleiri fréttir

Sjá meira


×