Innlent

Kviknaði í bílskúr í Árbænum

Eldur kviknaði í bílskur við Viðarás í Reykjavík undir morgun og var kallað á slökkvilið laust upp úr klukkan sex. Þá logaði mikill eldur í skúrnum og reykur hafði borist inn í áfast íbúðarhús.

Slökkviliðsmenn úr Tunguhálsstöð voru innan við fjórar mínútur á staðinn og náðu að hefta útbreiðslu eldsins og slökkva hann. Síðan þurfti að reykræsta húsið.

Talsvert tjón hlaust af en engan íbúa í húsinu sakaði. Eldsupptök eru ókunn, en lögregla rannsakar nú vettvanginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×