Arsenal endurheimti toppsætið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. desember 2007 16:43 William Gallas kom Arsenal yfir í fyrri hálfleik. Hér fagnar hann marki sínu ásamt félögum sínum. Nordic Photos / Getty Images Arsenal vann í dag dýrmætan sigur á Chelsea á heimavelli, 1-0, og endurheimti þar með toppsætið í ensku úrvalsdeildinni. Það var William Gallas sem skoraði eina mark leiksins í lok fyrri hálfleik með skalla eftir hornspyrnu Cesc Fabregas. Síðari hálfleikur var öllu fjörlegri en ekkert mark kom þá. Það var mikið gleðiefni fyrir heimamenn að Fabregas var klár í slaginn og hann var í byrjunarliðinu ásamt þeim Methieu Flamini og Alex Hleb. Emmanuel Adebayor var í sóknarlínunni en Robin van Persie á bekknum. Í liði Chelsea spilaði Ashley Cole í fyrsta sinn gegn sínu gömlu félögum í Arsenal en annars bar það helst til tíðinda að Andriy Shevchenko var í fremstu víglínu hjá gestunum. Greinilegt er að leikmenn voru á tánum því leikmenn beggja liða börðust af hörku um hvern einasta bolta. Arsenal voru fyrri til að ógna marki andstæðingsins af einhverju ráði en það voru tæklingarnar sem voru í aðalhlutverki í fyrri hálfleik. John Terry fékk að kenna á hörku andstæðingsins er viðskiptum hans við Emmanuel Eboue lýkur með því að hann þurfti að yfirgefa völlinn meiddur. Tal Ben Haim kom inn á í hans stað. Markið sem Gallas skoraði verður að hluta til að skrifa á Petr Cech, markvörð Chelsea. Hann tímasetti úthlaup sitt vitlaust og skildi markið eftir galautt fyrir Gallas. Chelsea reyndi hvað það gat til að jafna metin í síðari hálfleik og snemma átti Shaun-Wright Phillips fyrirgjöf sem Shevchenko missti naumlega af. John Obi Mikel átti svo í kjölfarið gott skot að marki sem Manuel Almunia varði vel. Joe Cole tæklaði svo Emmanuel Eboue heldur illa og fékk að líta gula spjaldið fyrir. Hann fór af velli og Robin van Persie kom inn á í hans stað. Van Persie var ekki lengi að stimpla sig inn í leikinn og þurfti að láta Cech hafa fyrir hlutunum. En það var Phillips sem fékk algjört dauðafæri um miðbik hálfleiksins. Phillips missti marks af afar stuttu færi eftir fyrirgjöf Claudio Pizzarro. Hann var svo tekinn af velli í kjölfarið. Arsenal var hins vegar nærri því að skora annað mark í leiknum á lokamínútum leiksins. Cech varði vel í tvígang frá van Persie og Fabregas í sömu sókninni og þá kom Arsenal knettinum tvíegis í netið en í bæði skiptin var markið dæmt af vegna rangstöðu. Shevchenko átti þó í uppbótartíma frábært skot að marki úr aukaspyrnu sem Almunia varði vel. Þegar um fimm mínútur voru liðnar af uppbótartíma fékk Fabregas dauðafæri fyrir framan mark gestanna en Ashley Cole náði að komast í veg fyrir skot hans. En þetta reyndist lokafærið í leiknum. Arsenal er nú á toppi deildarinnar með 40 stig en Chelsea er í því þriðja með 34 stig. Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Fleiri fréttir Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Sjá meira
Arsenal vann í dag dýrmætan sigur á Chelsea á heimavelli, 1-0, og endurheimti þar með toppsætið í ensku úrvalsdeildinni. Það var William Gallas sem skoraði eina mark leiksins í lok fyrri hálfleik með skalla eftir hornspyrnu Cesc Fabregas. Síðari hálfleikur var öllu fjörlegri en ekkert mark kom þá. Það var mikið gleðiefni fyrir heimamenn að Fabregas var klár í slaginn og hann var í byrjunarliðinu ásamt þeim Methieu Flamini og Alex Hleb. Emmanuel Adebayor var í sóknarlínunni en Robin van Persie á bekknum. Í liði Chelsea spilaði Ashley Cole í fyrsta sinn gegn sínu gömlu félögum í Arsenal en annars bar það helst til tíðinda að Andriy Shevchenko var í fremstu víglínu hjá gestunum. Greinilegt er að leikmenn voru á tánum því leikmenn beggja liða börðust af hörku um hvern einasta bolta. Arsenal voru fyrri til að ógna marki andstæðingsins af einhverju ráði en það voru tæklingarnar sem voru í aðalhlutverki í fyrri hálfleik. John Terry fékk að kenna á hörku andstæðingsins er viðskiptum hans við Emmanuel Eboue lýkur með því að hann þurfti að yfirgefa völlinn meiddur. Tal Ben Haim kom inn á í hans stað. Markið sem Gallas skoraði verður að hluta til að skrifa á Petr Cech, markvörð Chelsea. Hann tímasetti úthlaup sitt vitlaust og skildi markið eftir galautt fyrir Gallas. Chelsea reyndi hvað það gat til að jafna metin í síðari hálfleik og snemma átti Shaun-Wright Phillips fyrirgjöf sem Shevchenko missti naumlega af. John Obi Mikel átti svo í kjölfarið gott skot að marki sem Manuel Almunia varði vel. Joe Cole tæklaði svo Emmanuel Eboue heldur illa og fékk að líta gula spjaldið fyrir. Hann fór af velli og Robin van Persie kom inn á í hans stað. Van Persie var ekki lengi að stimpla sig inn í leikinn og þurfti að láta Cech hafa fyrir hlutunum. En það var Phillips sem fékk algjört dauðafæri um miðbik hálfleiksins. Phillips missti marks af afar stuttu færi eftir fyrirgjöf Claudio Pizzarro. Hann var svo tekinn af velli í kjölfarið. Arsenal var hins vegar nærri því að skora annað mark í leiknum á lokamínútum leiksins. Cech varði vel í tvígang frá van Persie og Fabregas í sömu sókninni og þá kom Arsenal knettinum tvíegis í netið en í bæði skiptin var markið dæmt af vegna rangstöðu. Shevchenko átti þó í uppbótartíma frábært skot að marki úr aukaspyrnu sem Almunia varði vel. Þegar um fimm mínútur voru liðnar af uppbótartíma fékk Fabregas dauðafæri fyrir framan mark gestanna en Ashley Cole náði að komast í veg fyrir skot hans. En þetta reyndist lokafærið í leiknum. Arsenal er nú á toppi deildarinnar með 40 stig en Chelsea er í því þriðja með 34 stig.
Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Fleiri fréttir Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Sjá meira