Arsenal endurheimti toppsætið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. desember 2007 16:43 William Gallas kom Arsenal yfir í fyrri hálfleik. Hér fagnar hann marki sínu ásamt félögum sínum. Nordic Photos / Getty Images Arsenal vann í dag dýrmætan sigur á Chelsea á heimavelli, 1-0, og endurheimti þar með toppsætið í ensku úrvalsdeildinni. Það var William Gallas sem skoraði eina mark leiksins í lok fyrri hálfleik með skalla eftir hornspyrnu Cesc Fabregas. Síðari hálfleikur var öllu fjörlegri en ekkert mark kom þá. Það var mikið gleðiefni fyrir heimamenn að Fabregas var klár í slaginn og hann var í byrjunarliðinu ásamt þeim Methieu Flamini og Alex Hleb. Emmanuel Adebayor var í sóknarlínunni en Robin van Persie á bekknum. Í liði Chelsea spilaði Ashley Cole í fyrsta sinn gegn sínu gömlu félögum í Arsenal en annars bar það helst til tíðinda að Andriy Shevchenko var í fremstu víglínu hjá gestunum. Greinilegt er að leikmenn voru á tánum því leikmenn beggja liða börðust af hörku um hvern einasta bolta. Arsenal voru fyrri til að ógna marki andstæðingsins af einhverju ráði en það voru tæklingarnar sem voru í aðalhlutverki í fyrri hálfleik. John Terry fékk að kenna á hörku andstæðingsins er viðskiptum hans við Emmanuel Eboue lýkur með því að hann þurfti að yfirgefa völlinn meiddur. Tal Ben Haim kom inn á í hans stað. Markið sem Gallas skoraði verður að hluta til að skrifa á Petr Cech, markvörð Chelsea. Hann tímasetti úthlaup sitt vitlaust og skildi markið eftir galautt fyrir Gallas. Chelsea reyndi hvað það gat til að jafna metin í síðari hálfleik og snemma átti Shaun-Wright Phillips fyrirgjöf sem Shevchenko missti naumlega af. John Obi Mikel átti svo í kjölfarið gott skot að marki sem Manuel Almunia varði vel. Joe Cole tæklaði svo Emmanuel Eboue heldur illa og fékk að líta gula spjaldið fyrir. Hann fór af velli og Robin van Persie kom inn á í hans stað. Van Persie var ekki lengi að stimpla sig inn í leikinn og þurfti að láta Cech hafa fyrir hlutunum. En það var Phillips sem fékk algjört dauðafæri um miðbik hálfleiksins. Phillips missti marks af afar stuttu færi eftir fyrirgjöf Claudio Pizzarro. Hann var svo tekinn af velli í kjölfarið. Arsenal var hins vegar nærri því að skora annað mark í leiknum á lokamínútum leiksins. Cech varði vel í tvígang frá van Persie og Fabregas í sömu sókninni og þá kom Arsenal knettinum tvíegis í netið en í bæði skiptin var markið dæmt af vegna rangstöðu. Shevchenko átti þó í uppbótartíma frábært skot að marki úr aukaspyrnu sem Almunia varði vel. Þegar um fimm mínútur voru liðnar af uppbótartíma fékk Fabregas dauðafæri fyrir framan mark gestanna en Ashley Cole náði að komast í veg fyrir skot hans. En þetta reyndist lokafærið í leiknum. Arsenal er nú á toppi deildarinnar með 40 stig en Chelsea er í því þriðja með 34 stig. Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Fótbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Fleiri fréttir Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Sjá meira
Arsenal vann í dag dýrmætan sigur á Chelsea á heimavelli, 1-0, og endurheimti þar með toppsætið í ensku úrvalsdeildinni. Það var William Gallas sem skoraði eina mark leiksins í lok fyrri hálfleik með skalla eftir hornspyrnu Cesc Fabregas. Síðari hálfleikur var öllu fjörlegri en ekkert mark kom þá. Það var mikið gleðiefni fyrir heimamenn að Fabregas var klár í slaginn og hann var í byrjunarliðinu ásamt þeim Methieu Flamini og Alex Hleb. Emmanuel Adebayor var í sóknarlínunni en Robin van Persie á bekknum. Í liði Chelsea spilaði Ashley Cole í fyrsta sinn gegn sínu gömlu félögum í Arsenal en annars bar það helst til tíðinda að Andriy Shevchenko var í fremstu víglínu hjá gestunum. Greinilegt er að leikmenn voru á tánum því leikmenn beggja liða börðust af hörku um hvern einasta bolta. Arsenal voru fyrri til að ógna marki andstæðingsins af einhverju ráði en það voru tæklingarnar sem voru í aðalhlutverki í fyrri hálfleik. John Terry fékk að kenna á hörku andstæðingsins er viðskiptum hans við Emmanuel Eboue lýkur með því að hann þurfti að yfirgefa völlinn meiddur. Tal Ben Haim kom inn á í hans stað. Markið sem Gallas skoraði verður að hluta til að skrifa á Petr Cech, markvörð Chelsea. Hann tímasetti úthlaup sitt vitlaust og skildi markið eftir galautt fyrir Gallas. Chelsea reyndi hvað það gat til að jafna metin í síðari hálfleik og snemma átti Shaun-Wright Phillips fyrirgjöf sem Shevchenko missti naumlega af. John Obi Mikel átti svo í kjölfarið gott skot að marki sem Manuel Almunia varði vel. Joe Cole tæklaði svo Emmanuel Eboue heldur illa og fékk að líta gula spjaldið fyrir. Hann fór af velli og Robin van Persie kom inn á í hans stað. Van Persie var ekki lengi að stimpla sig inn í leikinn og þurfti að láta Cech hafa fyrir hlutunum. En það var Phillips sem fékk algjört dauðafæri um miðbik hálfleiksins. Phillips missti marks af afar stuttu færi eftir fyrirgjöf Claudio Pizzarro. Hann var svo tekinn af velli í kjölfarið. Arsenal var hins vegar nærri því að skora annað mark í leiknum á lokamínútum leiksins. Cech varði vel í tvígang frá van Persie og Fabregas í sömu sókninni og þá kom Arsenal knettinum tvíegis í netið en í bæði skiptin var markið dæmt af vegna rangstöðu. Shevchenko átti þó í uppbótartíma frábært skot að marki úr aukaspyrnu sem Almunia varði vel. Þegar um fimm mínútur voru liðnar af uppbótartíma fékk Fabregas dauðafæri fyrir framan mark gestanna en Ashley Cole náði að komast í veg fyrir skot hans. En þetta reyndist lokafærið í leiknum. Arsenal er nú á toppi deildarinnar með 40 stig en Chelsea er í því þriðja með 34 stig.
Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Fótbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Fleiri fréttir Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Sjá meira