Innlent

Blóðugi maðurinn yfirheyrður í gærkvöldi

Enn er á huldu hvernig maður sem hné alblóðugur niður í verslun við Skúlagötu í gærdag hlaut áverka á læri. Rannsókn lögreglu er enn á frumstigi en skýrsla var tekin af manninum í gærkvöldi.

Maðurinn hlaut stungusár á læri þegar hann var staddur í heimahúsi við Hverfisgötu í gærdag en gekk síðan þaðan niður á Skúlagötu þar sem hann hné niður.

Hann var fluttur á sjúkrahús þar sem gert var að sárum hans og fékk að fara heim að því loknu. Að sögn rannsóknardeildar lögreglunnar þá er atburðarrásin enn afar óljós og hefur enginn verið yfirheyrður vegna málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×