Innlent

Handtekni maðurinn í haldi til morguns

Töluverður eldur kom upp í Fiskiðjunni aðfaranótt föstudags.
Töluverður eldur kom upp í Fiskiðjunni aðfaranótt föstudags.

Maðurinn sem handtekinn var í Vestmannaeyjum um miðjan dag á föstudag vegna brunans í Fiskiðjunni hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til klukkan 16:00 á morgun.

Málið er í rannsókn en maðurinn er grunaður um að hafa kveikt í Fiskiðjunni í vikunni. Lögreglan handtók nokkur ungmenni og yfirheyrði í kjölfar brunans og eftir þær yfirheyrslur var maðurinn handtekinn. Ljóst þykir að hann hafi verið síðastur úr húsi áður en eldsins varð vart. Vegna rannsóknarhagsmuna fór lögreglan fram á gæsluvarðhald yfir manninum sem var staðfest í héraðsdómi Suðurlands í gær.

Nokkuð greiðlega gekk að ráða við eldinn en unglingahljómsveitir hafa verið með aðstöðu í þeim hluta hússins þar sem eldurinn kom upp.

Annars var nóttin róleg hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum. Eitthvað var þó um pústra á öldurhúsum eyjunnar en enginn var handtekinn í tengslum við það.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×