Innlent

Grunur um nauðgun á skemmtistað í Reykjavík

Kona var flutt á neyðarmóttöku vegna nauðgunar í nótt. Grunur leikur á að konunni hafi verið nauðgað á skemmtistað í miðborginni. Að sögn lögreglu er rannsókn málsins á afar viðkvæmu stigi og vill hún því litlar sem engar upplýsingar gefa um málið að svo stöddu.

Að öðru leyti var nóttin tíðindalítil hjá lögreglu á höfuðborgarsvæðinu, þó komu upp sex minniháttar líkamsárásarmál sem öll tengdust miðbænum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×