Lífið

Kalli Bjarni enn maður fólksins í Grindavík

Breki Logason skrifar
Kalli Bjarni er ennþá maður fólksins í Grindavík.
Kalli Bjarni er ennþá maður fólksins í Grindavík.

„Hann er að spila hjá okkur í kvöld og ég býst við að það verði vel mætt," segir Þorlákur sem rekur skemmtistaðinn Lukku-Láka í Grindavík.

Þorlákur sem alltaf er kallaður Láki segir að Kalli verði ásamt Grétari vini sínum á dagskrá staðarins eftir miðnætti í kvöld. „Þeir hafa stundum verið fjórir en þeir verða bara tveir í kvöld. Þeir spila allt og ná yfirleitt upp fínni stemmningu."

Láki segir að Kalli sé alltaf samur við sig og er handviss um að hann muni taka á sínum málum og koma tvíefldur tilbaka. En eins og Vísir greindi frá fyrr í dag fékk Kalli Bjarni tveggja ára fangelsisdóm fyrir smygl á tveimur kílóum af kókaíni í gær.

„Hann var hérna áðan í sándtékki og við vorum að ræða saman. Þetta er bara verkefni sem hann þarf að takast á við og það er engin beiskja í gangi. Kalli er ennþá maður fólksins í Grindavík," segir Láki sem talar vel um Kalla Bjarna. „Ég hef verið hérna í þrjú ár og hann hefur spilað hjá mér af og til. Kalli er mjög góður strákur."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×