Innlent

Jólatrjáaskógur opnaður

Margir lögðu leið sína í jólaskóginn í Heiðmörk í dag.
Margir lögðu leið sína í jólaskóginn í Heiðmörk í dag. MYND/Stöð 2

Fyrir marga er það orðin ómissandi hluti af jólaundirbúningnum að halda út í skóg og höggva sér jólatré. Skógrækt Reykjavíkur býður fólki að höggva sér tré í jólaskóginum í Heiðmörk en á síðasta ári komu hátt í fimm þúsund manns í skóginn.

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri opnaði jólaskóginn í Hjalladal í Heiðmörk klukkan ellefu í morgun. Dagur mætti með alla fjölskylduna sem var ekki lengi að finna sér tré sem henni leist á.

Jólaskógurinn er opinn á morgun og um næstu helgi. Sala trjánna er mikilvægur þáttur í uppbyggingarstarfi Skógræktar Reykjavíkur í Heiðmörk. Hvert tré kostar fjögur þúsund og níu hundruð krónur en fyrir þá upphæð er hægt að gróðursetja á bilinu þrjátíu til fjörtíu tré.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×