Enski boltinn

Eggert lék með Hearts í tapi gegn Rangers

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Eggert Gunnþór Jónsson í leik með íslenska U-21 landsliðinu.
Eggert Gunnþór Jónsson í leik með íslenska U-21 landsliðinu. Mynd/E. Stefán

Eggert Gunnþór Jónsson lék allan leikinn fyrir Hearts í dag sem tapaði á útivelli fyrir Rangers, 2-1.

Lee McCulloch skoraði fyrsta mark leiksins og kom Rangers yfir á 18. mínútu. Andrius Velicka jafnaði svo metin á 56. mínútu en McCulloch skoraði sigurmark leiksins á 84. mínútu.

Rangers er í öðru sæti deildarinnar með 24 stig eftir fimmtán leiki en á leik til góða á topplið Celtic sem er með 36 stig.

Hearts er í sjöunda sætinu með 20 stig eftir sautján leiki.

Úrslit annarra leikja í dag:

Hibernian - Falkirk 1-1

Kilmarnock - Gretna 3-3

Motherwell - Aberdeen 3-0

St. Mirren - Dundee Unied 0-3




Fleiri fréttir

Sjá meira


×