Innlent

Handtekni maðurinn var síðastur í hús

Maðurinn sem hefur verið í haldi lögreglunnar í Vestmannaeyjum og var handtekinn um miðjan dag í gær var síðasti maður inn í Fiskiðjuna, svo vitað sé, áður en eldsins varð vart.

Eins og Vísir hefur áður sagt frá kviknaði í Fiskiðjunni í Vestmannaeyjum og voru nokkur ungmenni í haldi grunuð um íkveikju. Lögreglan í Eyjum hefur rannsakað málið og yfirheyrt ungmenninn. Nú er því ljóst að sá sem var handtekinn í gær var síðasti maður í hús.

Því ætlar lögreglan að fara fram á gæsluvarðhald yfir manninnum vegna rannsóknarhagsmuna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×