Innlent

Ökumenn varir um sig í hálkunni

Það er mikil hálka í höfuðborginni og ætti fólk að vara sig hvort sem það er fótgangandi eða í bílum.
Það er mikil hálka í höfuðborginni og ætti fólk að vara sig hvort sem það er fótgangandi eða í bílum.

Einungis átta umferðaróhöpp hafa orðið í Reykjavík síðan klukkan 7:00 í morgun á höfuðborgarsvæðinu.

Það telst frekar lítið en það er fljúgandi hálka í höfuðborginni. Dagurinn hefur annars verið rólegur hjá lögreglunni fyrir utan ölvaðan ökumann sem reyndi að stinga lögreglu af í morgun.

Ökumaðurinn reyndi að hlaupa á undan lögreglu sem hafði upp á manninum. Kærasta mannsins hafði reynt að stöðva manninn með því að teygja sig í lykla inn um framrúðu bílsins. Hann ók þá af stað þannig að stúlkan dróst eftir götunni. Hún tilkynnti lögreglu um kærsastann sem mætti á staðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×