Innlent

Aðgerðum lokið í Samhæfingarmiðstöðinni í bili

Aðgerðum í Samhæfingarstöðinni í Skógarhlíð vegna óveðursins lauk í gærkvöldi í bili en von er á annarri lægð upp að landinu á sunnudaginn.

Alls var sinntu fjögur hundruð björgunarsveitarmenn, lögregla og slökkvilið um þrjú hundruð og fimmtíu aðstoðarbeiðnum vegna veðursins í gær. Samhæfingarmiðstöðin var virkjuð klukkan þrjú í fyrri nótt þegar fyrstu áhrifa stormsins fór að gæta við suðvesturströnd landsins.

Varað er við því að von er að annarri lægð upp að landinu á sunnudag og fólk því beðið að gera ráðstafanir með muni sem geta farið af stað í stormviðri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×