Innlent

Sjóprófum vegna strands Axels frestað vegna veðurs

Sjóprófum hefur verið frestað sem áttu að hefjast í Héraðsdómi Norðurlands eystra nú klukkan eitt eftir hádegi vegna strands flutningsskipsins Axels.

Tryggingafélagið sem tryggði farm skipsins, Tryggingamiðstöðin, fer fram á sjóprófin en varnaraðili er útgerð skipsins, Dregg ehf. Sjóprófunum er frestað vegna veðurs þar sem flug liggur niðri og skipstjóri Axels er staddur í Reykjavík. Samkvæmt upplýsingum frá dómstjóra héraðsdóms eru líkur á að sjóprófin fari fram næsta mánudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×