Enski boltinn

Stjórnin samþykkir Capello

NordicPhotos/GettyImages

Stjórn enska knattspyrnusambandsins kom saman nú undir kvöld og þar lagði hún blessun sína yfir ráðningu Fabio Capello í starf landsliðsþjálfara Englendinga. Reiknað er með því að ráðning hans verði tilkynnt formlega á morgun.

Capello ætlar að hafa félaga sinn Franco Baldini með sér sem yfirmann knattspyrnumála, en það hefur reyndar ekki verið samþykkt enn sem komið er. Baldini er öllu sleipari í enskunni en Capello og yrði hann hugsaður sem útsendari landsliðsþjálfarans og tengiliður við félögin á Englandi.

"Hvað sem verður um mig, breytir það því ekki að Capello verður næsti þjálfari enska landlsiðsins. Mér skilst að sambandið sé á því að leyfa mér að starfa með honum, því það myndi auðvelda honum störf sín," sagði Baldini.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×