Innlent

Þriðju umræðu um fjárlagafrumvarp frestað um sólarhring

MYND/GVA

Þriðja umræða um fjárlagafrumvarpið fer fram á Alþingi á miðvikudag en ekki á morgun eins og til stóð.

Þetta kom fram í máli Sturlu Böðvarssonar, forseta þingsins, við upphaf þingfundar í dag. Sagði hann þetta gert þar sem þingskjöl væru ekki tilbúin og gefa ætti þingmönnum tíma til þess að kynna sér breytingar á frumvarpinu á milli umræðna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×